Janúar óskalisti

Ég elska að skoða óskalista hjá fólki og ég elska að hnýsast hvað fólk kaupir sér. Ég og Sigþóra vinkona mín erum með reglu að ef við kaupum okkur eitthvað þá verðum við að senda hvor annarri hvað við keyptum. Ég er alltaf með eitthvað á óskalistanum mínum og bætist frekar á hann en fer af honum. Ég er þó ekki að kaupa mér allt, engar áhyggjur. Mér finnst mjög skemmtilegt að horfa á þætti á kvöldin og skoða mér á meðan eitthvað í tölvunni, window shoppa á netinu mætti segja.

Ljós úr Norr11 – Ég sá þetta ljós hjá stelpu sem ég fylgi á Instagram sem heitir „asdisgudmunds“. Hún á ótrúlega fallegt heimili og er hún með þetta ljós yfir eyjunni sinni, það er truflað flott og nú langar mig að herma.

Ferm Living ripple glös– Mig langar í þessi lágu glös í stíl við karöfluna mína. Ég á háu glösin en langar að eiga lágu líka.
Lounge lok með röri
Bink brúsi – Ég er búin að sjá þennan brúsa út um allt á Instagram og eðlilega verð ég að eignast hann líka. Ég er brúsasjúk og elska að drekka vatn, það liggur bara fyrir að ég þurfi þennan.
Byredo ilmkerti – Ilmkerti sem ég myndi aldrei í lífinu tíma að kveikja á. Það er bara svo ógeðslega flott, svo er reyndar mjög góð lykt af því líka, sem er samt bara aukaatriði!
Happy fluffy cloud sæng – Ég sá þessar sængur og ég held ég verði bara að eignast þær. Sængurnar sem við erum með núna eru að verða frekar lúnar og langar mig að fjárfesta í þessum. Ég held þær séu alveg ótrúlega notalegar.
Ganni City Boot - Rain boots | Boozt.com
Rain boots frá Ganni – Mig er búið að langa í þessa svo lengi. Þeir eru bæði sjúklega flottir, finnst liturinn svo trylltur, væri góð tilbreyting frá svörtu og svo eru þeir líka mjög praktískir, sérstaklega úti að leika í slabbinu með Emmu.
Andrea húfa – Ég er búin að bíða eftir að þessi komi aftur, hún er búin að vera uppseld heillengi. Ég sé núna að hún er komin aftur, ég verð að panta mér hana. Ég á enga húfu og er alltaf með einhverja ljóta slitna sem Oliver á þegar ég fer út með Emmu að leika, það gengur ekki!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s