Rigatoni er eitt uppáhalds pastað mitt. Það er mjög vinsælt á suður Ítalíu og heitið er komið frá röndunum sem liggja eftir pastanu sem lætur sósu og ost festast betur við það, annað en slétt pasta gerir. Mér finnst þessi réttur ótrúlega klassískur og er aðeins fínni útgáfa finnst mér af hakk og spagettí. Það er gaman að bera þennan rétt fram því hann er ekki svona týpískur heimilisréttur hér á Íslandi og hann er mjög auðveldur að útbúa. Mér finnst lykillinn að góðri hakksósu vera að leyfa henni að malla lengi við vægan hita. Ég var í heila klukkustund að dunda mér þetta kvöld við að gera hakksósuna. Ég eldaði heima hjá tengdó og náði að smella nokkrum myndum, ég notaði flassið á tveimur símum á heimilinu til þess að birta upp, það verður að fá að duga. Skammdeigið hefur ekki góð áhrif á matarmyndir því miður en ég er sem betur fer með stúdíóljós heima.

- olía
- 4 hvítlauksrif
- hálf paprika
- 4 sveppir
- 500 gr nautahakk
- 2 dósir hakkaðir tómatar
- 1 msk tómatpúrra
- 1 dl rjómi
- 1 nautateningur
- klípa af smjöri
- 1 pakki rigatoni pasta
Byrjað er á að hita olíu á pönnu. Pressið hvítlaukinn í olíuna og leyfið aðeins að malla saman. Síðan er paprikunni og sveppunum bætt útá pönnuna og hakkinu. Þegar hakkið er alveg brúnað er tómötunum og púrrunni hellt út á pönnuna og hrært saman við. Þessu er leyft að malla aðeins áður en rjómanum er bætt útá og nautateningnum mulið út í. Ég kryddaði hakkið með salt og pipar. Byrjið að sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum í mjög söltuðu vatni (lúka af salti út í pottinn). Þegar pastað er soðið er vatninu hellt frá en um 1 dl af vatninu er hellt í hakkblönduna. Hendið klípu af smjöri í pastað og hrærið við. Svo er hakkblöndunni hellt yfir pastað og blandað saman við. Ég bar pastað fram með hvítlauksbrauði.
Mikið er gaman að fylgjast með blogginu þínu. Bíð spennt eftir hverri nýrri færslu
Líkar viðLíkað af 1 einstaklingur
Takk kærlega fyrir, ótrúlega gaman að heyra og hvetjandi!
Líkar viðLíkar við