Instagram meðmæli: Heimili

Nú er Oliver kominn í þriðju sóttkvínna síðan 29. desember. Við Emma vorum með honum í fyrstu tveimur en svo þegar hann fékk tilkynningu um þriðju þá fór hann annað. Við Emma erum búnar að vera bara tvær heima síðustu tvo daga, Oliver fer í test á sunnudaginn og ég verð bara að viðurkenna að ég var rosalega kvíðin fyrir þessum dögum. Emma er búin að vera að sofa rosalega illa, er lengi að sofna og vaknar snemma. Við Oliver höfum verið að skiptast á að svæfa, svo tekur annaðhvort okkar nóttina og hinn vaknar með henni en nú er það bara ég ein. Í morgun vaknaði ég frekar ánægð með nóttina og var mjög vongóð, við ætluðum að fara á Selfoss til pabba og gista þar í nótt en þá fær Emma gubbupest. Ég er alveg búin á því eftir þennan dag, hann var rosalega krefjandi. Við erum búnar að reyna að hafa það notalegt í dag, greyið Emma er búin að vera svo dugleg, kvartar ekki neitt yfir þessu.

Í svona mikilli heimaveru eins og við erum búin að vera í finnst mér rosalega mikilvægt að hafa heimilið frekar snyrtilegt, annars líður mér rosalega illa og næ ekki að njóta. Ég elska að vera heima og hafa það notalegt og er núna komin í smá gír aftur síðan við fluttum að vilja gera og græja hérna heima. Ég er búin að finna ýmislegt sem er komið á óskalistann minn sem ég vil kaupa fyrir t.d. stofuna sem mig langar að fara að gera ennþá meira kósí. Ég er að fylgja rosalega mörgum „home decor“ aðgöngum á Instagram og langaði mér að mæla með nokkrum hér.

Emma Melin – Ég er búin að fylgja henni mjög lengi og er svakalega hrifin af hennar stíl, hann er mjög svipaður hvernig ég vil hafa heima hjá mér. Hlýjir litir og stílhreint með blöndu af eik. Hún er að fara að byggja hús á þessu ári sem verður mjög spennandi að fylgjast með!

Sara Tornblad – Mjög svipaður stíll og hjá Emma Melin en er oft með DIY sem er skemmtilegt að fylgjast með.

Petra Tungården – Ég elska að fylgjast með henni! Hún er sænsk, eins og virðist vera þemað í þessu hjá mér, og er búin að vera að gera upp íbúðina sína. Hún er með mjög sérstakan stíl sem er tryllt flottur og er hún mjög flink á að gera eitthvað mjög óhefðbundið sem kemur ótrúlega vel út. Hún er einnig að hanna föt og er með mjög flottan fatasmekk.

Ditte Svanfeldt– Ég er búin að fylgja Ditte rosalega lengi. Hún er með ótrúlega rólegan og fallegann aðgang. Hún sýnir mikið af náttúrunni, dýrum og fjölskyldu lífi sínu á dásamlega fallega heimilinu sínu. Hún er, eins og Emma, að byrja að byggja hús. Ég er svo spennt að fylgjast með því.

Loft208 – Ég er nýlega byrjuð að fylgja þessari stelpu. Hún býr í Manchester og er mikið að vinna með DIY verkefni sem koma svo vel út.

Kvadrat1670 – Danskt par sem er búið að vera í framkvæmdum á íbúðinni sinni í Frederiksberg. Mjög fallegt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s