Mexíkósk kjúklingasúpa

Ég er aðeins byrjuð að plana afmælið hennar Emmu. Það verður rosalega lítið vegna covid eins og ég minntist á í síðustu færslu og verður það haldið líka fyrr þar sem bróðir minn er að fara til Danmerkur í nám um miðjan mánuð. Við vorum að lenda á þema og ég er svo spennt. Ég var að hugsa hvað ég gæti boðið uppá og datt þá í hug þessa súpu. Hún er svo fullkomin í svona vondu veðri eins og er búið að vera í dag. Mamma hefur gert þessa súpu milljón sinnum og hún er alltaf jafn góð. Hún er með vinsælustu uppskriftum á blogginu hennar mömmu, ég verð að deila henni hérna.

 • 2 kjúklingabringur
 • salt
 • 1/2 blaðlaukur, smátt saxaður
 • 1 rauð paprika, smátt söxuð
 • 1 msk ólívuolía
 • 1 líter vatn
 • 1 kjúklingateningur
 • 1 dós saxaðir tómatar
 • 4 msk chili-sósa
 • 3 msk tómatþykkni (tomato paste)
 • 100 gr rjómaostur
 • nachos-flögur
 • rifinn ostur
 • sýrður rjómi

Byrjaðu á að sjóða kjúklingabringurnar í vatni með smá salti þar til þær eru eldaðar í gegn. Það tekur ca 8 mínútur. Taktu þær úr vatninu og skerðu í litla bita.

Steiktu blaðlaukinn og paprikuna í ólífuolíunni við miðlungs hita. Hitaðu vatnið í potti og leystu kjúklingateninginn upp í vatninu. Bættu grænmetinu út í kjúklingasoðið ásamt hökkuðum tómötum, chili-sósu og tómatmauki og leyfðu súpunni að malla við vægan hita í 10 mínútur (ég einfalda þetta oftast með því að steikja grænmetið í súpupottinum og hella svo vatninu beint yfir grænmetið og spara mér þar með uppvaskið á pönnunni).

Bættu rjómaostinum í súpuna í litlum skömmtum og láttu hana malla aðeins á milli svo að rjómaosturinn leysist upp. Bættu að lokum kjúklingabitunum út í.

Súpan er borin fram með sýrðum rjóma, rifnum osti og nachos.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s