Prinsessuterta

Núna á sunnudaginn munum við halda uppá tveggja ára afmælið hennar Emmu. Ég kom inná það í færslu hér áður að ég væri búin að ákveða þema og ég er mjög spennt. Við ætlum að hafa Skoppu og Skrítlu þema en Emma er með æði fyrir þeim núna. Ég er búin að panta marsipanmynd með þeim á og mun gera köku, eflaust gulróta sem er uppáhalds á okkar heimili og setja myndina á og skreyta fallega. Til þess að halda í þemað verðum við svo með bleikar og gular blöðrur, einkennisliti Skoppu og Skrítlu og svo gerir mamma aftur prinsessutertu sem verður bleik (og hin kakan verður gul). Það er hefð í minni fjölskyldu og á flestum hefðbundnum sænskum heimilum að hafa prinsessutertu í afmælum. Ég elska prinsessutertu og var ég mjög oft vakin við eina slíka á afmælinu mínu sem barn. Þetta er hefð sem ég vil halda gangandi í minni fjölskyldu og var ég fljót að biðja mömmu um að græja eina prinsessutertu fyrir komandi tveggja ára afmæli prinsessunnar.

Botnar

  • 4 egg
  • 2 dl sykur
  • 1 dl hveiti
  • 1 dl kartöflumjöl
  • 2 tsk vanillusykur

Byrjað er á að kveikja á ofninum á 175°, undir- og yfirhita, og smyrja hringform og klæða með bökunarpappír (um 23 cm form). Þeytið svo egg og sykur mjög vel saman. Sigtið restina af þurrefnunum saman við eggjablönduna og hrærið varlega saman við með sleif. Setjið deigið í hringformið og bakið í 35-45 mínútur. Leyfið að kólna alveg.

Vanillukrem

  • 1.5 dl rjómi
  • 1.5 dl mjólk
  • 3 eggjarauður
  • 2 msk maizena
  • 1.5 msk sykur
  • 0.5 tsk vanillusykur

Setjið öll hráefnin saman í pott, hrærið öllu saman og látið suðu koma upp. Þegar blandan er farin að þykkna er slökkt undir, blandan er sett í skál og leyft að standa við stofuhita þar til hún hefur kólnað.

Fylling

  • 2 dl hindberjasulta
  • 5 dl rjómi

Skerið kökubotninn í 3 lög, semsagt þvert í kökuna svo þær verði þrjár. Setjið fyrsta kökubotninn á kökudisk, smyrjið þykku lagi af sultu á hann allan og kökubotn yfir. Ofaná kökubotninn fer vanillukrem og svo seinasti botninn þar ofaná. Stífþeytið rjómann og smyrjið honum vel yfir efsta botninn, því meira því betra. Dreifið svo þunnu lagi af rjóma í hliðarnar á kökunni. Setjið kökuna í ísskáp til þess að stífna á meðan þið rúllið út marsipani. Það er mjög flott að bæta matarlit saman við marsipanið. Gott er að nota Maizena þegar marsipanið er rúllað út til þess að koma í veg fyrir að það festist við. Setjið marsipanið yfir kökuna (það á að vera ca 3-4 mm á þykktina. Skerið afganginn kringum kökuna af og stráið yfir kökuna flórsykri.

2 athugasemdir á “Prinsessuterta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s