Afmælisveisla

Emma fæddist þann 24. janúar 2020, korter í covid á Íslandi. Ég elska að halda veislur og var ég alveg búin að sjá fyrir mér og meira að segja byrjuð að plana skírn og fyrsta barnaafmælið á meðan ég var ólétt. Svo kom covid sem ég hafði ekki alveg reiknað með en þá þurfti ég aðeins að breyta plönum, frestaði skírninni og þurfti að hafa tvö afmæli vegna fjöldatakmarkana. Ég viðurkenni að ég missti mig aðeins í fyrsta afmælisundirbúningnum í fyrra og var afmælið kannski frekar eins og ferming, ég hugsa að ég verði aðeins rólegri í ár, en samt sem áður myndi ég ekki breyta fyrsta afmælinu hennar neitt, það var alveg fullkomið. Ég vildi sína ykkur nokkrar myndir frá afmælinu hennar Emmu í fyrra, ég hugsa að tveggja ára afmælið hennar núna í lok mánaðar verði aðeins skrautlegra með Peppa Pig þema eða eitthvað í þá áttina.

Emma var í fallegum kjól sem ég keypti í Petit, fallegasta barnafatabúð landsins að mínu mati! Hún var líka í hnésokkum þaðan. Ég pantaði afmælisköku frá Bake me a wish og keypti svo kerti og kökuskrautið í Partývörum.

Mamma var algjör töfrakona og sá um að gera marengsstaf og prinsessutertu sem mér fannst bæði algjört möst! Vá þær voru svo fallegar. Ég þarf að fá uppskriftina hjá henni af prinsessutertunni og deila henni hér með ykkur við tækifæri.

Ég gerði bleika kökupinna með hvítum skrautsykri. Þeir voru ótrúlega góðir en það besta var hvað þeir voru einfaldir. Það þurfti bara eina Betty Crocker köku (bakaða eftir leiðbeiningum), hálfa dollu af Betty Crocker kremi, bleikt candy melt súkkulaði sem fæst í Hagkaup og skrautsykur. Kakan og kremið er hrært saman í hrærivél og gerðar kúlur úr þeim. Pinnar sem fást í bökunardeildinni í Hagkaup er stungið í brætt súkkulaðið og svo í kúlurnar. Kúlunum er leyft að kólna í ísskáp í amk hálftíma og þá er þeim dýft í súkkulaðið og sykrinum stráð yfir. Geymist í ísskáp þar til hálftíma áður en borið er fram.

Ég gerði svo ostabakka til þess að hafa eitthvað á móti öllum sætindunum og vakti hann mikla lukku.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s