Ostabakkar

Í kvöld er Hanna vinkona að koma í heimsókn. Við hittumst einu sinni í mánuði í drykk, við höfum yfirleitt farið út á hverfisbarinn en síðustu tvö skipti hafa verið heima. Ég elska að nasla og finnst mér naslbakkar eða ostabakkar svo fullkomnir fyrir svona vinkonukvöld. Ég setti saman ostabakka með smá jólaívafi með rósmaríngreinum sem mér fannst gera hann smá jóló. Síðan gerði ég spægipylsurós en það er rosalega auðvelt og hægt að læra á youtube á nokkrum sekúndum en hún gerir bakkann alveg ótrúlega fallegann. Ég sá fullt af fallegum hugmyndum á pinterest og ákvað að deila nokkrum hérna með ykkur líka sem hugmyndir fyrir jólin.

Hér er bakkinn minn en hann inniheldur vínber, osta, kex, spægipylsu, sultu og ólívur. Ég notaði rósmarín sem fyllingu í bakkann og til þess að gera hann meira jóla. Myndirnar hér að neðan eru fengnar af pinterest, þar eru fullt af fleiri fallegum útfærslum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s