Sörur

Sörur eru mínar lang uppáhalds jólasmákökur. Þar sem þær eru svolítið flóknar eða kannski heldur tímafrekar þá fannst mér sniðugt að setja uppskriftina frekar snemma inn en það er svo gott að eiga nóg í frysti og geta notið yfir aðventuna. Þessi færsla er búin að vera tilbúin síðan í sumar en Kristofer, bróðir Olivers, útskrifaðist úr MK í vor. Hann vildi hafa kökuboð og var ég beðin um að gera sörur. Það var blátt þema í veislunni og gerði ég því bláa útfærslu af sörunum. Uppskriftin gefur ca 70 sörur, mér finnst langbest að borða þær kaldar og geymi alltaf í frysti.

Botnar

  • 200 g möndlur
  • 180 g flórsykur
  • 3 eggjahvítur
  • salt á hnífsoddi

Hitið ofninn í 180°. Malið möndlurnar fínt í matvinnsluvél og blandið flórsykrinum saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar með saltinu þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að hvíturnar renni úr. Blandið möndlunum og flórsykrinum varlega saman við með sleikju. Setjið deigið í sprautupoka eða notið teskeiðar og setjið á bökunarpappír. Gott er að nota mottu sem fæst t.d. í Allt í köku og Hagkaup sem er fyrir makkarónur. Bakið í ca 12 mínútur.

Krem

  • 5-6 msk sýróp
  • 6 eggjarauður
  • 300 g smjör
  • 2 msk kakó
  • 2 tsk kaffiduft (mulið í morteli)

Velgið sýrópið. Þeytið eggjarauðurnar þar til þær eru orðnar kremgular og þykkar. Hellið sýrópinu þá í mjórri bunu saman við og þeytið á meðan. Síðan er mjúku smjöri bætt í og þeytt á meðan. Bætið kakó og kaffi út í og hrærið vel saman. Látið kremið kólna í ísskáp í 1-2 klst. áður en það er sett á kökurnar.

Setjið kremið í sprautupoka og sprautið því á sörubotnana. Notið skeið til að slétta úr kreminu þannig að það þynnist við kantana. Kælið kökurnar vel, helst í frysti, áður en þær eru hjúpaðar.

Hjúpur

  • 400 gr suðusúkkulaði

Skerið súkkulaðið í bita og bræðið yfir vatnsbaði. Látið kólna aðeins áður en kremhlutanum á sörunum er dýft ofan í.

Ein athugasemd á “Sörur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s