Daimtoppa ís

Í gær átti Beggi frændi minn afmæli en eftir afmælið hans má maður formlega byrja að pæla í jólunum, að hans eigin sögn. Ég fékk hugmynd að jólaís og ákvað að prófa að henda henni í framkvæmd. Þessi uppskrift heppnaðist svona ótrúlega vel og verð ég bara að deila henni strax með ykkur. Oliver var í jólagleði í vinnunni í gærkvöldi og Emma var í næturpössun hjá ömmu sinni. Ég var bara ein heima og Karen vinkona kíkti til mín og ég bauð henni uppá ís. Hún vildi fá uppskriftina þannig mér fannst það nógu góð meðmæli.

  • 3 eggjahvítur
  • 200 gr púðursykur
  • 1 poki daimkurl
  • 500 ml rjómi
  • 1 dós sæt niðursoðin mjólk
  • 2 dl súkkulaðidropar

Byrjað er á því að þeyta saman eggjahvítur og púðursykri, í 20 mínutur eða þar til stífþeytt. Síðan er varlega blandað daimkurli útí með sleif. Topparnir eru settir á bökunarplötu með teskeiðum og bakaðir á 150° í 20 mínútur. Toppunum er leyft að kólna alveg. Rjóminn er léttþeyttur og þá er niðursoðnu mjólkinni hellt útí á meðan hrærivélin er enn í gangi í mjórri bunu. Þegar öll mjólkin er komin saman við þá er slökkt á hrærivélinni og súkkulaðinu er hrært varlega saman við með sleif. Toppunum er svo raðað í bökunarform sem er klætt bökunarpappír og svo er rjómablöndunni hellt yfir og slétt úr. Síðan er ísinn settur í frysti í amk 6 klst. Þá er hægt að bera ísinn fram.

Ein athugasemd á “Daimtoppa ís

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s