Ég elska að lesa óskalista hjá fólki og forvitnast hvað fólki langar í. Það gefur mér líka hugmyndir en mig langar alltaf í svo mikið af fallegum hlutum en um leið og fólk spyr mig þá er ég alveg tóm. Ég er farin að skrifa niður í notes í símanum mínum alltaf þegar ég sé eitthvað sem mig langar í og þá er ég með allt á einum stað. Ég hefði geta haft þessa færslu endalausa en ákvað að stoppa í 5 hlutum (endaði svo í 6).

Þessi fallegi bakki með glerkúpli fæst í Bisou og hann væri fullkominn í boð til þess að bera fram osta til dæmis.

Ég er að safna þessum geggjuðu glösum frá Ferm Living, þau fást líka í Bisou og Epal til dæmis.

Mig langar að byrja að safna í stell og þá helst Royal Copenhagen, mér finnst það svo ótrúlega fallegt. Ég á nokkra bolla og vil fara að bæta hægt og rólega í safnið.

Mig vantar nýja ostahnífa þar sem mínir eru orðnir vel lúnir eftir mikla notkun. Mér finnst þessir mjög flottir, þeir fást í Bisou.

Georg Jensen Bernadotte kökuspaðinn finnst mér trylltur. Hann fæst m.a. í Líf og List.

Síðan hefur mig langað í þennan kampavínskæli í langan tíma, kannski eftir covid þegar maður vonandi heldur fleiri partí mun ég eignast hann. Hann er frá Ferm Living og fæst meðal annars í Epal.