Pestó kjúklingur með mozzarella og tómat

Í dag eftir vinnu kom ég við í Smáralind til þess að kíkja á taxfree, í leiðinni kíkti ég í Sostrene Grene og keypti þar ótrúlega fallegan jólapappír. Ég var því mjög þreytt þegar ég kom loksins heim og var mjög ánægð að ég var búin að ákveða að hafa auðveldan kjúklingarétt í matinn. Ég er búin að vera mjög þreytt síðustu daga þar sem Emma er ekki búin að vera að sofa vel, því var þetta kærkomið að ná að græja kvöldmat sem var mjög auðveldur og bragðgóður. Þessi uppskrift miðast við tvo.

  • 2 kjúklingabringur
  • 1 krukka grænt pestó
  • mozzarella kúla
  • 1 stór tómatur
  • balsamik gljái

Byrjað er á að hita ofninn í 200° blástur. Svo er bringunum skellt í eldfast mót og kryddaðar með salti og pipar. Kjúklingabringurnar eru eldaðar í 10 mínútur og teknar út. Þá er fyrst dreyft yfir pestóinu, síðan sett skífur af mozzarella ostinum yfir og loks tómatasneiðar. Þetta er eldað í 15 mínútur áfram. Þegar bringurnar eru fulleldaðar er balsamik gláanum skellt yfir. Berið fram með hrísgrjónum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s