Hvít-súkkulaðibitakökur með karamellu

Nú er ég, eins og flestir kannski hafa tekið eftir, dottin í mega jólagír. Ég elska að framlengja jólunum með því að byrja að skreyta extra snemma, þetta er minn uppáhalds árstími. Ég er að byrja að baka nokkrar sortir til þess að byrja að mynda og svona fyrir bloggið en þær munu líklegast tínast hér inn í desember.

Þessi uppskrift er þó alls ekki svo jólaleg að hún megi ekki koma inn núna. Þessar kökur minna á subway kökurnar, mjúkar og djúsí en með klístraðri miðju. Mæli með að þið prófið þessar um helgina!

 • 360 gr hveiti
 • 1 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk salt
 • 225 gr mjúkt smjör
 • 200 gr sykur
 • 200 gr púðursykur
 • 2 egg
 • 2 tsk vanilludropar
 • 1-2 dl hvítir súkkulaðidropar
 • poki af tögg karamellum

Byrjað er á að sigta hveiti, matarsóda, lyftiduft og salt saman í skál. Smjör, sykur og púðursykur er þeytt saman þar til allt er vel blandað. Eggjum og vanilludropum er svo bætt við og blandað saman. Þurrefnunum er svo hægt og rólega hrært saman við. Ef deigið er mjög blautt er ágætt að bæta við smá hveiti. Síðan er súkkulaðinu blandað saman við. Deiginu er rúllað í kúlur og karamellunum skellt í miðjuna og þrýst ofaní. Kökurnar eru bakaðar við 185° í 8-10 mínútur. Gott er að setja smá sjávarsalt yfir kökurnar þegar þær koma úr ofninum. Leyfið kökunum aðeins að kólna áður en þær eru bornar fram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s