Trölladeig

Við Emma vorum veikar heima saman í gær. Heimilið var í rúst eftir að Emma var búin að vera heima í nokkra daga og þar af leiðandi var allt í dóti og drasli. Ég mútaði henni í smá með Peppa Pig og náði að ganga frá aðeins til þess að hafa huggulegt. Síðan horfðum við saman á jólamynd og höfðum kósí. Emma var orðin mjög óróleg eftir mikla inniveru og er öll að hressast og þ.a.l. mikil orka svo mér datt í hug að gera með henni tröllaleir sem sló svo sannarlega í gegn. Ég leyfði henni að brasa með helminginn og gerði svo sjálf jólaskraut úr restinni. Ég notaði piparkökuform sem ég átti og stakk svo gat í gegn efst til þess að geta komið bandi í gegn. Svo ætla ég að nota þetta á jólapakkana í ár. Bandið er úr Ikea en svona jute band fæst á mörgum stöðum.

  • 300 gr borðsalt
  • 6 dl sjóðandi vatn
  • 1 msk olía
  • 300 gr hveiti

Saltið er sett í skál (ég nota hrærivél með hnoðarastykkinu) og sjóðandi vatni helt yfir. Olían er hellt í og svo hveitið og hnoðað vel. Ég notaði hrærivél því deigið er mjög heitt. Ef þið ætlið að gera í höndum mæli ég með að vera í gúmmíhönskum. Þá er deigið tilbúið. Ég hafði deigið mitt mjög þunnt og þurfti að hafa það inni í ofni við 170° (ekki blástur) í um klst en ég mæli með að fylgjast bara með þar sem tíminn fer eftir þykkt á deiginu.

Ein athugasemd á “Trölladeig

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s