Ég trúi eiginlega ekki hvað það er stutt í jólin! Mér finnst tíminn fljúga hjá, allt í einu er desember að verða hálfnaður. Ég er rosalega spennt að það sé loksins komið að því að jólasveinarnir fari að koma í heimsókn, veit í alvöru ekki hvor er spenntari, ég eða barnið. Ég er búin að eiga svo notalegan desember, ég held ég hafi bara aldrei átt jafn rólegan desember. Ég ætla að halda seríunni minni áfram með jólagjafahugmyndum fyrir þá sem eiga kannski eftir að græja nokkrar gjafir, jafnvel allar, það er enn nægur tími.
Erum við ekki öll sammála um það að það sé nánast ómögulegt að versla jólagjafir handa karlmönnum? Ég lendi í sama veseninu á hverju ári og hef enga hugmynd hvað ég á að gefa manninum mínum. Hann dílar við algjörlega andstætt vandamál, ég gef honum of margar hugmyndir af gjöfum handa mér svo hann þarf að velja úr haha.

Steamery ferða gufustraujárn – Þetta finnst mér algjör must have græja á hvert heimili, sérstaklega fyrir skyrtur! Nota mína svona græju mjög mikið. Fæst t.d. hér.

Bink vatnsflaska – Falleg vatnsflaska, hvetur mann til þess að drekka meira vatn. Fæst hér.

Canon ljósmyndaprentari – Gaman að eiga til þess að prenta út minningar heima, fæst hér.

Storytell lesbretti – Sniðug gjöf fyrir þá sem lesa mikið, fæst hér.

Kortaveski – Mér finnst mjög sniðugt að gefa fallegt kortaveski í gjöf, mikið úrval til af þeim. Þetta á myndinni fæst hér.

Ullarföðurland – Algjör nauðsyn í vetrarkuldanum hérna heima, hægt að fá á nokkrum stöðum, t.d. hér.

Sonos ferðahátalari – Mamma á svona græju og hún tekur hana alltaf með sér þegar hún fer í ferðalag. Við notuðum hana mikið á hótelinu þegar við fórum til Kaupmannahafnar í vor. Fæst t.d. hér.

Steypujárnspottur – Tilvalin gjöf fyrir kokkinn í fjölskyldunni, fæst t.d. hér.
