Jæja löngu komið að því að ég hendi inn færslu hérna. Það er eitthvað svo erfitt að byrja aftur eftir svona langa pásu og maður dettur alveg úr æfingu. Ég er búin að vera liggjandi yfir netverslunum síðustu vikur að skoða hvað ég eigi að gefa fólkinu mínu í jólagjafir. Þess vegna fannst mér góð hugmynd að gera nokkrar færslur með hugmyndum af jólagjöfum ef ykkur vantar fyrir aðra eða ykkur sjálf. Ég ætla að byrja á hugmyndum fyrir heimilið en það er mjög sniðugt t.d. að gefa pörum saman eitthvað fyrir heimilið eða ungu fólki sem er að flytja út.

Watt&veke lampi – Mér finnst þessi ótrúlega fallegur og hann er á góðu verði, fæst hér.

Voluspa kerti – ég elska elska jólailmina þeirra, þið verðið að prófa! Fæst t.d. hér.

Vigt snagar – Ég á þessa snaga frá Vigt og ég elska þá, þeir eru svo fallegir, eins og skúlptur á veggnum. Fást hér.

Keramik úr Norr11 – Það er svo margt fallegt til í Norr11 sem væri gaman að gefa í jólagjöf, t.d. vasar og skálar. Fæst hér.

Bernadotte matarstell – Mér finnst mjög sniðugt að safna smám saman í stell með því að biðja um í gjafir. Mér finnst þessir diskar ótrúlega flottir frá Georg Jensen, fást t.d. hér.

Ferm Living diskar – Ég gaf Karen vinkonu minni þessa í jólagjöf nýlega og mér finnst þeir trylltir. Það er svo flott að nota þá t.d. undir sushi, smárétti, eftirrétti eða osta. Fást t.d. hér.

Stoff kertastjakar – Ég safna þessum og elska að bæta við. Nýjasta viðbótin hjá merkinu er vegghengi fyrir stjakana og mig langar mjög mikið í það. Fæst t.d. hér.

Sápusett – Sniðug gjöf fyrir fólk sem á allt, eitthvað sem fólk kaupir sér yfirleitt ekki sjálft. Fæst t.d. hér.
