Ég ætla að deila með ykkur mjög góðri og fljótlegri bombu sem þið verðið að prófa. Pælingin á bakvið hana er að geta skellt í hana með litlum fyrirvara, en þá er gott að vera með kladdkökuna tilbúna eða jafnvel bara kaupa hana. Ég mæli með ef þið ætlið að kaupa hana tilbúna að kaupa Frödinge kladdkökuna, hún fæst amk í Krónunni og er mjög góð. Oreo ostakakan er svo smurð á eins og krem en það er alveg hægt líka að sleppa kladdkökunni og sprauta bara ostakökunni í falleg glös í staðin.

- Kladdkaka, uppskrift hér
- 300 gr rjómaostur
- 1 dl flórsykur
- 1 msk vanilludropar
- 2.5 dl þeyttur rjómi (ca 1 dl af rjóma og þeyta hann)
- 7 oreokex
Þeytið saman rjómaostinum, flórsykrinum og vanilludropunum. Bætið þeytta rjómanum út í rjómaostablönduna og hrærið varlega saman með sleif. Myljið oreo kexin með frjálsri aðferð, ég nota blandara til að fá sem fínustu mylsnuna. Blandið oreomylsnunni saman við. Þá er oreo ostakakan tilbúin og annaðhvort hægt að smyrja henni ofaná kladdkökuna eða sprauta henni í glös með sprautupoka. Berið fram með jarðaberjum og grófsöxuðu oreokexi.

