Blinis með kavíar

Gleðilega hátíð (í fyrradag)! Við byrjuðum daginn á því að labba niður á Versalavöll á 17. júní skemmtun þar sem Emma fór í hoppukastala og fékk andlitsmálningu. Hún var svo ekkert rosalega hrifin af hvað var mikið af fólki þarna svo við fórum þaðan og keyptum ís á Valdís. Svo fórum við heim að græja fyrir matarboð sem við vorum með. Það var ótrúlega skemmtilegt, mamma og Hemmi komu með nautalund og meðlæti, meira að segja eftirrétt svo ég þurfti nú ekki að gera mikið. Ég ákvað að gera blinis og hafa búbblur með sem var alveg geggjað kombó. Við Oliver fórum svo í útskriftarveislu um kvöldið hjá vinkonu okkar sem var að útskrifast með ML í Lögfræði úr HR, alveg geggjað hjá henni.

Ég ætla að deila uppskriftinni að þessum blinis með ykkur, en hún er ofur einföld.

  • Blinis – ég keypti tilbúnar hjá Garra hér, en þið getið líka gert sjálf, það eru til fullt af uppskriftum á netinu
  • Sýrður rjómi, ég nota 18%
  • Rauðlaukur
  • Graslaukur
  • Kavíar, ég notaði Icelands finest krukkuna

Smyrjið sýrða rjómanum yfir lummurnar. Fínhakkið rauðlaukinn og graslaukinn, ég notaði í þetta skipti vorlauk þar sem graslaukur var ekki til í búðinni sem var líka gott. Stráið yfir sýrða rjómann og toppið svo með kavíarnum. Mjög gott að bera fram með búbblum.

Færðu inn athugasemd