Kjötbollur í sveppasósu

Í gær fékk ég mikla löngun í nákvæmlega þennan rétt. Það er svo langt síðan ég gerði hann síðast. Ég er með svipaða uppskrift á blogginu að grískum bollum með tzatziki sem er líka mjög góð en mig langaði frekar í þessa. Mér finnst þessi uppskrift vera svona ekta heimilismatur sem auðvelt er að græja eftir vinnu. Emma hámaði í sig matinn sem er alltaf merki um góð meðmæli frá henni.

Ég er allt í einu svo ótrúlega spennt fyrir blogginu, loksins búin að stíga almennilega upp úr þessari blogglægð sem ég er búin að vera í, sem hafði að miklum hluta með orkuleysi að gera eftir covid. Ég er með fullt af hugmyndum og ég get ekki beðið eftir að deila þeim öllum með ykkur!

Kjötbollur

 • 500 gr nautahakk
 • 2 egg
 • 2 dl brauðrasp
 • 1 bréf púrrlaukssúpa
 • 2 dl steinselja
 • ólífuolía til að steikja uppúr

Öllum hráefnunum er hnoðað saman þar til allt er vel blandað. Þá er hakkblöndunni rúllað í kúlur svo myndist kjötbollur, ég vil hafa mínar stærri en hefðbundnu sænsku bollurnar en það er bara smekksatriði. Olía er hituð á pönnu og þegar hún er orðin heit er bollunum skellt á og velt um pönnuna þar til þær eru orðnar brúnar á öllum hliðum. Þá eru þær teknar til hliðar, af pönnunni á meðan sósan er gerð.

Sveppasósa

 • 100 gr smjör
 • 1 askja af sveppum
 • 3 dl rjómi
 • 1 nautateningur
 • salt og pipar
 • sósujafnari og sósulitur (má sleppa)

Setjið smjör á pönnuna og bræðið það. Setjið sveppina, saxaða, út á smjörið og leyfið þeim að steikjast uppúr smjörinu. Þegar sveppirnir eru búnir að malla í smjörinu í um 5 mínútur þá er rjómanum hellt út á og leyft að ná suðu. Bætið teningnum út í sósuna og kryddið eftir smekk. Ef þið viljið getið þið notað sósujafnara og/eða sósulit. Setjið svo bollurnar aftur í pönnuna, ofaní sósuna og leyfið að malla saman í nokkrar mínútur. Berið fram með kartöflum og sultu.

Ein athugasemd á “Kjötbollur í sveppasósu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s