Í dag héldum við litla afmælisveislu fyrir Emmu. Við vorum búin að gera ráð fyrir lítilli veislu vegna covid, með tólf manns en svo þurfu tveir að afboða sig og þá vorum við akkúrat 10 eins og var síðan lækkað töluna í. Afmælisveisluhöldin héldu því plani.


Ég bauð uppá afmælisköku sem var súkkulaðikaka sem Eva Laufey er með uppskrift að í Instagram highlights hjá sér og notaði smjörkrem. Ég keypti Skoppu og Skrítlu marsipan mynd hjá Okkar Bakarí og setti hana á. Mamma kom með prinsessutertu. Síðan bakaði ég brauð og bar fram með því ólífu- og feta ídýfu. Hún var ótrúlega góð og einföld.

- Svartar og grænar ólífur
- Fetakubbur
- Hálf dolla af rjómaosti
- 2 msk vatn (meira eða minna eftir smekk, hefur áhrif á áferðina)
- 2 msk ólífuolía
- 1 msk hunang
- smá sítrónubörkur
Byrjað er á að mylja niður fetakubb í matvinnsluvél og bæta saman við rjómaostinum, olíunni og vatninu. Þegar allt er vel blandað saman er hunangi og sítrónuberki hrært saman við. Hitið ofninn í 200° og setjið ólífurnar í eldfast mót. Hellið olíu yfir ólífurnar, kryddið með salt og pipar og setjið í ofninn þar til þær eru mjúkar. Takið ólífurnar út og setjið þær yfir fetablönduna. Berið fram með góðu brauði.