Gleðileg jól!

Ég vildi setja inn stutta færslu hér til þess að óska öllum blogglesendum mínum gleðilegra jóla! Ég er ótrúlega þakklát ykkur sem lesið bloggið mitt. Ég tók risastórt skref út fyrir þægindaramman í sumar þegar ég ýtti á “publish” takkan á fyrstu færslunni minni. Ég veit ekki hverju ég átti von á en alls ekki viðbrögðunum sem ég hef fengið sem hafa bara verið jákvæð. Ég hef fengið tvisvar á árinu að vera með í Vikunni sem var ótrúlega stórt fyrir mig og skemmtilegt.

Í kvöld ætlum við að njóta heima hjá mömmu með fjölskyldunni. Ég er svo spennt að sjá Emmu upplifa önnur jólin sín með aðeins meira vit fyrir þeim í ár en í fyrra. Við vorum með Ris a la mande í hádeginu og fórum svo að heimsækja ömmu Olivers. Nú erum við komin til mömmu og ætlum að horfa á jólamynd til þess að stytta biðina. Gleðileg jól öllsömul, hafið það gott yfir hátíðirnar!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s